| Grétar Magnússon

Stefnir á endurkomu gegn Bolton

Margir sem lesa þessa fyrirsögn hér fyrir ofan biðja og vona að hér sé verið að tala um Fernando Torres.  Því miður er ekki svo en maðurinn sem um ræðir er ekki síður mikilvægur fyrir félagið !

Rafa Benítez stefnir á að koma aftur til starfa eftir nýrnasteinaaðgerðina á öðrum degi jóla þegar leikið er við Bolton á Anfield.  Þetta sagði Sammy Lee í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins.

,,Vonandi kemur hann til baka þá," sagði Lee þegar hann var spurður hvort Benítez kæmi til baka fyrir leikinn við Bolton.

,,Hann er mun betri.  Hann er að jafna sig og eins og ég sagði fyrir leikinn á sunnudaginn þá var hann sárþjáður, en hann er allur að koma til.  Nærveru hans er ávallt saknað en skipulag hans er alltaf til staðar og þá líður manni alveg eins og að hann sé hérna.  Þetta gengur allt sinn vanagang hér."

,,Það er í raun verra fyrir hann en mig að hann skuli ekki vera hér.  En hann kemur til baka tvíefldur."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan