| Birgir Jónsson
Hinn íturvaxni Andriy Voronin, sem er á lánssamning hjá Herthu Berlín segist vilja gera varanlegan samning við liðið.
Þessi 29 ára úkraínski framherji gekk til liðs við Herthu frá Liverpool á árslöngum lánssamningi í sumar og hefur skorað þrjú mörk í 13 deildarleikjum til þessa.
Það er ekki hægt að segja að Voronin hafi náð að slá í gegn á eina tímabili sínu í Úrvalsdeildinni og hann hefur nú staðfest að hann vilji ekki yfirgefa Herthu þegar lánssamningurinn endar í júní.
"Mér líður vel hjá Herthu," sagði hann í viðtali við þýska blaðið Bild.
"Mér hefur verið vel tekið af leikmönnunum og það eru engin vandamál með þjálfaraliðið og knattspyrnustjórann.Knattspyrnulega séð gengur líka mjög vel. Mikilvægast er hvað þeir hjá Herthu vilja. Ef liðið vill virkilega halda mér, þá er ég viss um að við finnum leið til þess."
TIL BAKA
Voronin vill varanlegan samning
Hinn íturvaxni Andriy Voronin, sem er á lánssamning hjá Herthu Berlín segist vilja gera varanlegan samning við liðið.Þessi 29 ára úkraínski framherji gekk til liðs við Herthu frá Liverpool á árslöngum lánssamningi í sumar og hefur skorað þrjú mörk í 13 deildarleikjum til þessa.
Það er ekki hægt að segja að Voronin hafi náð að slá í gegn á eina tímabili sínu í Úrvalsdeildinni og hann hefur nú staðfest að hann vilji ekki yfirgefa Herthu þegar lánssamningurinn endar í júní.
"Mér líður vel hjá Herthu," sagði hann í viðtali við þýska blaðið Bild.
"Mér hefur verið vel tekið af leikmönnunum og það eru engin vandamál með þjálfaraliðið og knattspyrnustjórann.Knattspyrnulega séð gengur líka mjög vel. Mikilvægast er hvað þeir hjá Herthu vilja. Ef liðið vill virkilega halda mér, þá er ég viss um að við finnum leið til þess."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir
Fréttageymslan

