| Birgir Jónsson

Rafa óttast ekki hvað Könunum finnst

Rafael Benítez staðhæfir að hann sé ekki áhyggjufullur yfir því hvað amerískum eigendum félagsins finnist um ákvörðun hans að skilja 20 milljóna sóknarmanninn Robbie Keane eftir á bekknum gegn Hull City á laugardag. Hann hélt því jafnframt fram að hann búist við að George Gillett og Tom Hicks samþykki frekari stór fjárútlát næsta sumar.

Það hitnaði undir spænska stjóranum við þriðja jafntefli Liverpool í röð á heimavelli, sem varð til þess að liðið hélt naumu forskoti sínu á toppi deildarinnar, eftir að Keane kom ekki við sögu.

Benítez hefur áður lent saman við Gillett og Hicks, sem eru taldir eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna lánin sem þeir fengu til að kaupa liðið, vegna fjármagns í leikmannakaup. Það þykir ólíklegt að Kanarnir séu hrifnir af þeirri staðreynd að þessi stóra fjárfesting sé notuð í svo litlum mæli. Samt sem áður hefur Benítez engar áhyggjur af því og gefur í skyn að hann búist við fleiri 20 milljóna mönnum á næsta ári.

"Ég hugsa ekki um þetta, aðeins um liðið. Ég held að á næsta ári verði þeir áhyggjufullir yfir öðrum 20 milljóna mönnum sem sitja á bekknum í hverri viku."

Benítez varði leikaðferð sína efir þriðja jafnteflið á heimavelli í röð gegn Hull á laugardag.
Liverpool sóttist eftir fyrsta sigri sínum á Anfield í deildinni síðan í byrjun nóvember eftir að Steven Gerrard hafði jafnað með tveimur mörkum eftir að Paul McShane kom Hull yfir og Jamie Carragher bætti við sjálfsmarki, og setti Benítez þá Ryan Babel, Nabil El Zhar og Lucas inn á. Með síðustu skiptingu Benítezar kom í ljós að Keane yrði ónotaður varamaður, sem vakti upp blendin viðbrögð stuðningsmannanna, með því að hluti þeirra bauluðu vegna ákvörðunarinnar. Stjórinn viðurkenndi að vera óánægður með úrslitin en varði ákvörðun sína að setja Lucas inn á frekar en Keane.

"Við vildum halda Alonso inni á miðjunni til að stjórna henni, vegna þess að Mascherano var að sækja of fast og Lucas er leikmaður sem getur komið sér mjög vel inn í teiginn. Hann hefur hæfileikann til að gefa úrslitasendingu. Ég vildi meiri gæði á miðjuna. Mascherano er varnarsinnaður miðjumaður, Lucas er frekar sóknarsinnaður. Hann getur sent boltann og er nákvæmari. Þú verður að hugsa um að vinna. Fyrir mér var best að nota vængmenn og sóknarsinnaðan miðjumann sem geta sent boltann betur, vegna þess að á lokamínútunum þarftu einhvern sem getur sent boltann betur. Að koma fleirum inn í teiginn og byrja að senda langa bolta er ekki lausnin."

Benítez ýtti til hliðar áhyggjum yfir að sjálfstraust Keane, sem hafði verið litað af erfiðri byrjun hans á Anfield, myndi minnka og sagði: "Allir hljóta að vera óánægðir í dag. Við gerðum jafntefli á heimavelli þar sem allir hefðu búist við því að við næðum þrem stigum. Ákvarðanirnar voru taktískar. El Zhar gerði vel, og einnig Babel. Við þurftum sóknarsinnaðan miðjumann af því að liðið gegn okkur sat mjög aftarlega."

Þessir atburðir komu upp orðrómi um framtíð Keane, sem hefur verið orðaður við endurkomu til fyrrum liðs síns, Tottenham Hotspurs, í janúar. Samt sem áður ítrekaði Keane, sem lék heilan leik aðeins í fjórða skiptið á tímabilinu gegn PSV í síðustu viku, að hann ætlaði að sanna gildi sitt fyrir liðið og sagði Benítez: "Það var jákvætt. Í liði eins og þessu vita leikmennirnir að þeir munu fá tækifæri. Hann leggur hart að sér á æfingum en við þurfum mismunandi lausnir í mismunandi leikjum. Allir leikmennirnir vilja spila. Hann hugsar það sama og Ngog, annar sóknarmaður sem lék mjög vel gegn PSV. Hann skoraði og mun hugsa, af hverju ekki ég?. En þetta er venjulegt. Þeir verða að skilja að þeir þurfa að vinna innan hópsins."Annar leikmaður sem Benítez fékk í sumar, Andrea Dossena átti einnig erfiðan dag þegar hræðilegt form hans hélt áfram, og kom hann við sögu í báðum mörkum Hull.
Benítez hrósaði samt sem áður sóknartilburðum Ítalans: "Hann var mjög góður fram á við. Hann átti tvær eða þrjár mjög góðar fyrirgjafir. Hann lék vel í síðasta leik. Hann var miklu betri og í dag var hann mjög góður sóknarlega. Varnarlega gerðum við mistök sem lið vegna þess að Carragher gerði sjálfsmark. Við getum talað um tvo eða þrjá leikmenn sem áttu sök á báðum mörkunum."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan