| SSteinn

Leikurinn í beinni á Players á morgun

Að sjálfsögðu verður leikurinn gegn Blackburn á morgun í beinni á heimavelli Liverpoolklúbbsins á Íslandi, Players í Kópavogi á morgun. Þrátt fyrir fregnir um bruna þar í morgun, þá er allt að verða klárt að nýju með nýju og glæsilegu parketi á gólfum og enn glæsilegri tilboðum í kringum leik okkar manna. Fyrir utan hinn hefðbundna díl sem meðlimir Liverpoolklúbbsins á Íslandi fá á barnum, þá verður nokkurs konar "happy hours" einum tíma fyrir leik og 3 tímum eftir leik, þar sem hver stór öl verður á aðeins 500 krónur. Einnig verður tilboð á ostborgara og öli á 1.500 kall. Það hefur ekki verið á hverjum degi sem Liverpool toppar töfluna á þessum tíma árs, nú er því tími til að njóta þess og vonast til að það haldist sem lengst. Byrjum á morgun með því að gera okkur glaðan dag og mynda góða stemmningu á staðnum. Fánarnir okkar verða á lofti og um að gera fyrir ykkur sem tök hafa á að komast, að drífa á sig trefilinn og klæða sig í treyjuna og skunda á staðinn. Blackburn skal liggja í valnum.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan