| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Liverpool heldur til Blackburn til að leika við liðið sem Paul Ince, fyrrum leikmaður Liverpool, stýrir. En með hvoru liðinu skyldi Thomas Ince halda á morgun? Tom er sonur Paul. Hann lék með unglingaliði Liverpool núna í vikunni og skoraði annað marka Liverpool sem vann Leeds United 2:1 í Unglingabikarkeppninni. Skyldi Paul hafa verið á þeim leik og með hvaða liði skyldi hann hafa haldið þá? Hvað skyldi vera rætt á heimili Ince fjölskyldunnar núna á fyrstu viku aðventunnar? Við vonum að Tom verði kátari en faðir hans eftir leikinn á morgun. Hann hlýtur jú að halda með Liverpool á Ewood Park!

Fróðleiksmolar...

- Liverpool er í efsta  sæti deildarinnar einu stigi á undan Chelsea. 

- Vinni Liverpool sigur þá verður það 50. deildarsigur liðsins á Blackburn Rovers.

- Blackburn hefur tapað helmingi þeirra 16 deildarleikja sem Paul Ince hefur stýrt liðinu í.

- Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso, Dirk Kuyt og Robbie Keane hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.

- Liverpool hefur nú gert tvö markalaus jafntefli í röð í deildinni.

- Liverpool hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum.

- Liverpool vann Blackburn Rovers 2:0 á Anfield Road fyrir tíu árum. Paul Ince skoraði fyrra mark Liverpool! Michael Owen skoraði hitt og í þessum leik lék Steven Gerrard sinn fyrsta leik með Liverpool.

- Tveir fyrrverandi leikmenn Liverpool eru í herbúðum Blacburn Rovers. Þetta eru þeir Robbie Fowler og Stephen Warnock.

- Síðasti leikur liðanna á Ewood Park. 3. nóvember 2007. Blackburn Rovers : Liverpool. 0:0. 

Spá Mark Lawrenson

Blackburn Rovers v Liverpool

Blackburn hefur tapað fjórum leikjum í röð og liðið gæti varla unnið í hlutaveltu um þessar mundir. Liðið fékk svo fleiri mörk á sig á móti Manchester United, sem tefldi ekki fram sínu besta liði í Deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið.

Það eru ekki góðar fréttir úr herbúðum Liverpool varðandi meiðsli Fernando Torres og hann gæti orðið lengur frá en fyrst var talið. Liðið hans Rafael Benítez er harðskeytt og það er erfitt að brjóta það á bak aftur.  Liverpool hefur leikið vel á útivöllum og líklega hefur liðið spilað betur úti en heima á þessari leiktíð.

Úrskurður: Blackburn Rovers v Liverpool 0:2.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan