| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Síðustu landsleikir ársins eru að baki og allir leikmenn Liverpool munu hafa sloppið heilir frá landsleikjunum núna í vikunni. Landsleikir eru gjarnan umdeildir og ekki síst vináttuleikir. Framkvæmdastjórar félagsliða eiga það til að svekkja sig á landsleikjum og þá ekki síst ef leikmenn þeirra meiðast. Sannleikurinn er samt sá að landsleikir eru hluti af knattspyrnutilverunni ef svo má segja. Þeir eru jú ekki margir leikmennirnir sem gefa ekki kost á sér í landsleiki. Flestir leikmenn Liverpool léku vel með landsliðum sínum í vikunni og vonandi spila þeir jafn vel gegn Fulham á laugardaginn.

Fróðleiksmolar...

- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea. 

- Núna í vikunni fóru fram vináttulandsleikir. Alls léku ellefu leikmenn Liverpool með landsliðum sínum og það hefði því verið hægt að stilla upp einu byrjunarliði með þeim mönnum.

- Bæði Liverpool og Fulham hafa unnið þrjá síðustu leiki sína.

- Síðustu fimmtán mínúturnar gætu verið athyglisverðar. Liverpool hefur skorað níu af 21 deildarmarki sínu á síðasta stundarfjórðungnum og Fulham hefur fengið fimm af ellefu mörkum á sig á þessum tíma. Liverpool er sem sagt hættulegast síðasta stundarfjórðunginn og þá er Fulham hvað veikast fyrir.

- Stærsta tap Fulham í sögunni kom á Anfield Road haustið 1986. Liverpool vann þá 10:0 í Deildarbikarleik.

- Alvaro Arbeloa er kominn úr leikbanni en hann var í eins leiks banni gegn Bolton um síðustu helgi. 

- Þeir Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso, Dirk Kuyt og Robbie Keane hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.

- Einn fyrrverandi leikmaður Liverpool er í herbúðum Fulham. Þetta er Danny Murphy sem lék 249 leiki með Liverpool. Hann skoraði 44 mörk.

- Síðasti leikur liðanna á Anfield Road. 10. nóvember 2007. Liverpool : Fulham. 2:0. Mörk Liverpool: Fernando Torres (81. mín.) og Steven Gerrard, víti, (85. mín.). 

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Fulham

Vandamálið hjá Fulham er að liðið fær langflest stig sín á heimavelli og núna um helgina mætir það liði sem er í mjög góðu leikformi. Liverpool liðið er allt að spila vel og það eru fleiri að skora en Steven Gerrard og Fernando Torres. En Fulham þarf að far að spila betur á útivöllum.

Úrskurður: Liverpool v Fulham 2:0.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan