Mark spáir í spilin

Fróðleiksmolar...
- Liverpool er í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Chelsea.
- Núna í vikunni fóru fram vináttulandsleikir. Alls léku ellefu leikmenn Liverpool með landsliðum sínum og það hefði því verið hægt að stilla upp einu byrjunarliði með þeim mönnum.
- Bæði Liverpool og Fulham hafa unnið þrjá síðustu leiki sína.
- Síðustu fimmtán mínúturnar gætu verið athyglisverðar. Liverpool hefur skorað níu af 21 deildarmarki sínu á síðasta stundarfjórðungnum og Fulham hefur fengið fimm af ellefu mörkum á sig á þessum tíma. Liverpool er sem sagt hættulegast síðasta stundarfjórðunginn og þá er Fulham hvað veikast fyrir.
- Stærsta tap Fulham í sögunni kom á Anfield Road haustið 1986. Liverpool vann þá 10:0 í Deildarbikarleik.
- Alvaro Arbeloa er kominn úr leikbanni en hann var í eins leiks banni gegn Bolton um síðustu helgi.
- Þeir Þeir Jose Reina, Jamie Carragher, Xabi Alonso, Dirk Kuyt og Robbie Keane hafa leikið alla deildarleiki Liverpool á leiktíðinni. Þeir eru einu leikmenn Liverpool sem hafa gert það.
- Einn fyrrverandi leikmaður Liverpool er í herbúðum Fulham. Þetta er Danny Murphy sem lék 249 leiki með Liverpool. Hann skoraði 44 mörk.
- Síðasti leikur liðanna á Anfield Road. 10. nóvember 2007. Liverpool : Fulham. 2:0. Mörk Liverpool: Fernando Torres (81. mín.) og Steven Gerrard, víti, (85. mín.).
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Fulham
Vandamálið hjá Fulham er að liðið fær langflest stig sín á heimavelli og núna um helgina mætir það liði sem er í mjög góðu leikformi. Liverpool liðið er allt að spila vel og það eru fleiri að skora en Steven Gerrard og Fernando Torres. En Fulham þarf að far að spila betur á útivöllum.
Úrskurður: Liverpool v Fulham 2:0.
-
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning -
| Sf. Gutt
Við verðum að stefna mjög hátt! -
| Sf. Gutt
Alltaf gaman að skora -
| Sf. Gutt
Aftur endurkomusigur á útivelli! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með 300 deildarleiki -
| Sf. Gutt
Trent ekki tilbúinn -
| Sf. Gutt
Leikmannahópar Liverpool tilkynntir