| Heimir Eyvindarson

Ryan Babel hlakkar til leiksins í kvöld.

Hollendingurinn knái gæti byrjað leikinn og hann segist vongóður um að lyfta bikarnum í mars þegar úrslitaleikur keppninnar fer fram.

„Ég held að allir þeir leikmenn sem fá ekki mikið að spila þessa stundina vilji nota tækifærið sem þeir fá í deildabikarnum til að sýna hvað í þeim býr. Það er auðvitað mjög gott að sem flestir fái að spila og þessvegna viljum við komast sem lengst í þessari keppni. Helst viljum við vinna hana, að sjálfsögðu."

„Ég er viss um að allir í liðinu vilja hefna ófaranna frá því í síðasta leik liðanna. Það var óþarfi að tapa fyrir þeim, við sköpuðum okkur fjölda tækifæra en tókst því miður ekki að klára leikinn. Vonandi tekst það í kvöld."

Þegar talið berst að baráttunni í deildinni segir Babel að sigrarnir gegn Manchester United og Chelsea hafi verið mjög þýðingarmiklir.

„Þegar upp verður staðið í vor held ég að þessir leikir skipti sköpum", segir Babel sem skoraði einmitt sigurmarkið gegn Manchester United í september.

„Við höfum nú þegar sigrað Chelsea og Man U. og vonandi mun okkur einnig vegna vel gegn Arsenal. Samt sem áður reynum við að spá ekki svo mikið í önnur lið, einbeitum okkur frekar að okkur sjálfum. Það er klárt mál að það eru erfiðir mánuðir framundan og þessvegna er mjög mikilvægt að við hugsum vel um okkur."

„Það er lykilatriði að allir séu heilir því það eru margir leikir framundan og við viljum að sjálfsögðu reyna að vinna þá alla", segir Babel að lokum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan