| Ólafur Haukur Tómasson

Agger: Ég hefði átt að skora

Daniel Agger fór mikinn í sóknarleik Liverpool í gærkvöldi og var hann að mörgu leyti einn hættulegasti sóknarmaður liðsins, þó svo að hann hafi spilað sem miðvörður. Hann hafði þrjú góð tækifæri til að skora en tókst það ekki. Hann segist vera hálf ósáttur með að hafa ekki skorað í leiknum og komið Liverpool í þægilegri stöðu.

"Næstum er ekki nógu gott. Að búa til þessi færi er augljóslega jákvætt, en á góðum degi hefði ég getað skorað þrjú eða jafnvel fjögur mörk. Fyrsta færið var eftir tveggja mínútna leik, það hefði átt að vera vítaspyrna, en þetta var bara einn af þessum hlutum." sagði Agger.

Hann fór illa út úr leiknum en hann meiddist illa á fingri í síðari hálfleik. Gert var að meiðslunum og hann kom aftur inn á. Það er enn ekki ljóst hvort fingurinn er brotinn. Ef svo er þá er ekki víst að hann geti spilað með gegn West Bromwich Albion um helgina.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan