Mark spáir í spilin
Þetta er bara eins og á árum áður. Verðbólgan æðir upp, verðlag er að fara úr böndunum og Liverpool trónir á topppi ensku deildarinnar! Sigur Liverpool á Stamford Bridge á sunnudaginn var magnaður og færði Rauða hernum þriggja stiga forystu í deildinni. En nú er að halda áfram þaðan sem frá var horfið á sunnudaginn. Það má ekki slaka neitt á því mörg lið eru skammt undan og er jafn mikilvægt að vinna þennan leik og leikinn á sunnudaginn.
Fróðleiksmolar frá BBC
- Liverpool er í efsta sæti deildarinnar.
- Liverpool vann Chelsea á Stamford Bridge á sunnudaginn og batt enda á 86 leikja hrinu þeirra Bláu án taps.
- Sigurmark Xabi Alonso í leiknum var fyrsta mark hans fyrir Liverpool á leiktíðinni. Hann hafði á hinn bóginn skorað tvö landsliðsmörk í sama landsleiknum í haust!
- Þetta var 15. mark Xabi fyrir Liverpool.
- Sami Hyypia lék sinn 450. leik með Liverpool þegar hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins.
- Liverpool hefur aðeins skorað eitt deildarmark á heimavelli í fyrri hálfleik á leiktíðinni.
- Portsmouth leikur í fyrsta sinn undir stjórn Tony Adams.
- Þrír fyrrum leikmenn Liverpool eru hjá Portsmouth. Þetta eru þeir Javid James, Djimi Traore og Peter Crouch.
- Liverpool er eina liðið í efstu deild sem ekki hefur tapað leik á leiktíðinni.
- Leikur liðanna á Anfield Road á síðustu leiktíð. 22. desember 2007. Liverpool : Portsmouth. 4:1. Mörk Liverpool: Yossi Benayoun (13. mín.), Sylvain Distin, sm. (16. mín.), Fernando Torres (67. og 85. mín.)
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Portsmouth
Liverpool fær þarna tækifæri til að byggja á útisigrinum á Chelsea. Liðið hefur byrjað leiktíðina mjög vel. Liðinu er lítið breytt milli leikja og sóknarleikurinn er djarfari. Kaupin á Albert Riera virðast hafa vera vel heppnuð og það lítur út fyrir að hann sé góður leikmaður. Svo er góð keppni um stöður í liðinu og það er alltaf gott. Portsmouth er auðvitað svolítið slegið út af laginu vegna brottfarar Harry Redknapp en það eru góðir leikmenn í liðinu.
Úrskurður: Liverpool v Portsmouth 2:0.
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir

