| Sf. Gutt

Óskiljanlegur dómur

Það hefur enn ekki nokkur maður fengið botn í það hvers vegna markið sem Steven Gerrard skoraði gegn Stoke í gær var dæmt af.

Það voru aðeins 76 sekúndur liðnar af leiknum þegar Steven Gerrard tók aukaspyrnu út frá vítateignum til vinstri. Hann sendi fallegt bogaskot inn að markinu og boltinn sveif yfir allt og alla og hafnaði í marknetinu upp í horninu fjær. Allt gekk af göflunum af fögnuði og ekki var gleði fyrirliðans minnst sem taldi sig hafa skorað 100. mark sitt fyrir Liverpool. Dómarinn batt þó snögglega endi á fagnaðarlætin með því að dæma markið af! 

Hvorki framkvæmdastjóri Liverpool eða Stoke City hafa hugmynd um ástæðuna fyrir því að markið var dæmt af.

Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool: Það er erfitt að útskýra þetta. Ég hef horft aftur á þetta en enginn getur útskýrt hvers vegna markið var dæmt af. Dómarinn var illa staðsettur og hann gat ekki séð hvað gerðist þaðan sem hann stóð. Þetta var mjög skrýtin ákvörðun. Carra spurði hann eftir leikinn af hverju hann hefði dæmt markið af en hann vildi ekki segja hvers vegna. Kannski vissi hann það ekki sjálfur. En hann sagðist hafa dæmt markið af sjálfur og línuvörðurinn hefði ekki átt neinn þátt í þeirri ákvörðun. Þetta voru mikil mistök hjá dómaranum.“

Tony Pulis, framkvæmdastjóri Stoke City: Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna markið, sem var skorað snemma í leiknum, var dæmt af. Ekki var um rangstöðu að ræða. Mér hefur verið sagt að fólki sem hefur séð atvikið endursýnt að Dirk Kuyt hafi ekki verið rangstæður. Heppnin var með okkur hérna. En ég ætla ekki að kvarta yfir því að okkur skyldi vera dæmt í hag hér á Anfield!

Eftir stendur að markið var dæmt af og sá dómur rændi Liverpool líklega mikilvægum sigri!TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan