| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Vikan hefur verið fengsæl fyrir Liverpool. Fyrst frábær sigur á Manchester United og svo frægðarför til Marseille. Nú er komið að þriðja leik vikunnar en hann er gegn nýliðum Stoke City. Sá leikur er ekki síður mikilvægur. Það eru að minnsta kosti jafn mörg stig í húfi þar og gegn Manchester United.

Fróðleiksmolar frá BBC

- Liverpool deilir efsta sæti deildarinnar með Chelsea sem er með betra markahlutfall.

- Ef Liverpool vinnur verður liðið eitt í efsta sæti fram á sunnudag hið minnsta.

- Stoke City er að spila í efstu deild í fyrsta sinn frá leiktíðinni 1984/85.

- Liðin mættust síðast í Deildarbikarnum á leiktíðinni 2000/01. Liverpool vann þá 8:0 á Britannia leikvanginum!

- Þetta er stærsti útisigur Liverpool í bikarleik! Í þá daga var Stoke flokkað sem Íslendingalið!

- Aðeins Jamie Carragher og Sami Hyypia eru enn í liði Liverpool frá því í 8:0 sigrinum.

- Liverpool hefur unnið tíu deildarleiki í röð á Anfield Road. 

- Steven Gerrard skoraði bæði mörk Liverpool í Evrópusigrinum gegn Marseille. Hann er þar með búinn að skora 99 mörk fyrir Liverpool.

- Liverpool hefur unnið fimm leiki á leiktíðinni. Allir leikirnir hafa unnist með einu marki.

- Síðasti deildarleikur liðanna á Anfield Road. 23. febrúar 1985. Liverpool : Stoke City. 2:0. Mörk Liverpool: Steve Nicol (14. mínútu.) og Kenny Dalglish (28. mínútu).

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Stoke City

Svo lengi sem leikmenn Liverpool  ráða við þessi svakalegu innköst Rory Delap þá ættu þeir ekki að eiga í neinum vandræðum í leiknum. Liverpool er að leika virkilega vel og ég vona að Rafa Benítez fari ekki að fikta of mikið við liðið þegar því gengur svona vel. Aðalvandamál Stoke á Anfield verður að koma nógu mörgum leikmönnum fram til að styðja við sóknarmennina. Ég á ekki von á öðru en að Liverpool vinni öruggan sigur.

Úrskurður: Liverpool v Stoke City. 3:0.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan