Aurelio ekki með gegn Marseille
Fabio Aurelio verður ekki með gegn Marseille á þriðjudagskvöldið en hann á við smávægileg meiðsli í kálfa að stríða. Lucas kemur á ný inn í hópinn og Javier Mascherano fór með til Frakklands. Óttast var að Mascherano myndi missa af leiknum en hann fór útaf meiddur gegn Manchester United undir lok leiksins.
Leikmenn og þjálfarar flugu yfir til Frakklands í dag og má búast við erfiðum leik gegn Marseille sem hafa byrjað tímabilið vel í frönsku deildinni. Franska liðið er taplaust og eru í öðru sæti eftir 5 umferðir, það má því kannski segja að staða liðanna sé nokkuð áþekk.
Aurelio, sem spilaði mjög vel gegn Manchester United um helgina, er eins og áður sagði ekki með í för vegna smávægilegra kálfameiðsla. Lucas kemur svo aftur inní hópinn eftir landsleikjahléð.
Þeir Steven Gerrard og Fernando Torres fóru með til Frakklands en ólíklegt er talið að þeir spili alla leikinn.
Svona er leikmannahópurinn sem fór til Frakklands: Reina, Cavalieri, Arbeloa, Degen, Carragher, Skrtel, Agger, Dossena, Mascherano, Alonso, Gerrard, Benayoun, Babel, Lucas, Riera, Kuyt, Torres, Keane.
-
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik!