| Grétar Magnússon

Peter Gulacsi keyptur

Ungverski markvörðurinn Peter Gulacsi hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við félagið.  Hann var á 12 mánaða lánssamningi og nýtti Liverpool kaupréttinn á honum.

,,Ég er mjög stoltur að hafa skrifað undir hjá Liverpool," sagði Gulacsi í viðtali í dag.  ,,Þetta er draumur sem rætist hjá mér að starfa hjá svona frábæru félagi, með frábærum þjálfurum og að geta æft með einum besta markverði heims, Pepe Reina."

,,Eftir að hafa verið í láni í ár hikaði ég ekki við að skrifa undir varanlegan samning.  Að hafa skrifað undir hjá Liverpool er ótrúleg tilfinning."

Peter lék með varaliði Liverpool á síðustu leiktíð og þótti standa sig vel.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan