Steven Gerrard fer í aðgerð
Steven Gerrad spilaði sinn síðasta leik í bili gegn Standard Liege í gærkvöldi. Hann fer nú í aðgerð á nára og verður frá leik og keppni í allt upp í hálfan mánuð. Rafael Benítez hafði þetta að segja eftir leikinn í gærkvöldi. "Steven er vondur í nára og þarf að fara í aðgerð. Hann gæti orðið frá í 10 til 15 daga. Meiðslin eru ekki alvarleg en það þarf að laga þau. Hann er búinn að vera að spila þjáður og ekki verið alveg heill. Við ræddum við lækninn í gær og í dag var ákveðið að Steven myndi spila þennan leik þótt hann fyndi til. En núna þarf að koma þessu í lag."
Steven Gerrard er búinn að eiga í þessum meiðslum frá því á æfingatímabilinu. Hann fór meiddur heim til Liverpool þegar liðið var í æfingabúðunum í Sviss. Hann byrjaði svo að spila aftur en fór meiddur af velli gegn Vålerenga í Osló. Steven kom aftur til leiks sem varamaður í fyrri leik Liverpool og Standard Liege og hefur spilað alla leiki síðan.
Steven mun missa af leik Liverpool og Aston Villa á Villa Park um helgina. Næsti leikur er svo eftir landsleikjahlé við Manchester United á Anfield Road. Vonast er til að Steven verði orðinn leikfær þá en það er alls ekki öruggt. Mestu skiptir að hann nái sér almennilega af þessum meiðslum.
-
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnt í fyrsta leik ársins -
| Sf. Gutt
Matt Beard borinn til grafar -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Fyrir 15 árum! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands