| Grétar Magnússon

Steven Gerrard klár gegn Sunderland

Það er staðfest að Steven Gerrard er 100% klár í slaginn gegn Sunderland í fyrsta leik Úrvalsdeildarinnar, sem og Fabio Aurelio.  Það eru hinsvegar þónokkur meiðslavandræði í hópnum.

Gerrard kom inná sem varamaður í seinni hálfleik gegn Standard Liege á miðvikudagskvöldið eftir að hafa jafnað sig af meiðslum í læri.  Meiðslin tóku sig ekki upp í leiknum og Gerrard hefur því jafnað sig alveg af þeim.

Hinsvegar eru aðrir leikmenn sem kenna sér meins eftir leikinn í Belgíu og þarf Rafa Benítez að ákveða hvort hann noti nokkra leikmenn á síðustu stundu fyrir leikinn gegn Sunderland.

Xabi Alonso og Yossi Benayoun hlutu báðir meiðsli í fæti í leiknum gegn Standard og Martin Skrtel er ennþá að jafna sig af meiðslum í nára.  Það er því ekki ljóst hvort þessir þrír leikmenn geti spilað gegn Sunderland.

Fabio Aurelio búinn að jafna sig af meiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni mest allt undirbúningstímabilið.  Það er ekki ólíklegt að hann spili þá á vinstri kanti gegn Sunderland, enda eru ekki of margir miðjumenn til taks eins og er hjá félaginu.

Svo eru þeir Javier Mascherano, Ryan Babel og Lucas Leiva auðvitað uppteknir á Ólympíuleikunum í Kína. Einn þeirra lýkur reyndar keppni á morgun en þá mætast Argentínumenn og Hollendingar.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan