| Sf. Gutt

Alveg eins og á jólunum!

Það eru ekki alltaf jólin og nú er hásumar. Robbie Keane fannst þó að jólin væru komin þegar draumur hans um að ganga til Liverpool rættist á dögunum.

"Þetta er alveg frábært og með þessu rættist draumur sem ég er búinn að eiga frá barnæsku. Ég er búinn að halda með Liverpool allt mitt líf og ég var alltaf í Liverpool treyju þegar ég var að lítill strákur að alast upp í Dublin. Það er því alveg ótrúlegt að vera orðinn leikmaður Liverpool og ég gæti ekki verið hamingjusamari.

Það er mjög erfitt fyrir mig að lýsa því hvernig mér líður núna. Það er helst að ég geti lýst tilfinningunni með því að bera hana saman við þá tilfinningu sem ég fékk á aðfangadagskvöld þegar ég var lítill og var um það bil að fá jólagjafirnar. Þetta er sama tilhlökkunartilfinningin. Maður gat ekki beðið eftir að opna gjafirnar og var að springa af spenningi. Svona líður mér núna. Ég get bara ekki beðið eftir því að klæðast rauðu treyjunni og hlaupa út á Anfield fyrir framan áhorfendurna."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan