Robbie ánægður með fyrsta leik
Robbie Keane lék sinn fyrsta leik með Liverpool í gærkvöldi gegn Villarreal. Leiknum lauk án marka en Írinn er hæstánægður með að hafa loksins leikið með þeim Rauðu.
"Þetta var sannarlega magnað því mig hefur dreymt um þessa stund frá því ég var lítill strákur. Þetta var eiginlega alveg eins og ég hélt það yrði og ég naut hverrar mínútu. Það var reyndar svolítið annað að spila á útivelli og það verður enn magnaðra að leika á Anfield. En það var sannarlega skemmtilegt að fara í treyjuna í fyrsta sinn í dag. Þar með fann ég að þetta var allt orðið að veruleika. Það þýðir þó ekki að hugsa of mikið um þessa stund. Maður verður að koma sér að verki og láta til sín taka."
Robbie Keane er mjög ánægður með þær móttökur sem hann hefur fengið í herbúðum Liverpool.
"Strákarnir hafa verið frábærir og allir hjá félaginu hafa tekið mér opnum örmum. Þetta hefur því verið frábært hingað til. Það er alltaf gott að komast í svona ferð og það var fínt að fá að spila þennan leik bara tveimur dögum eftir vistaskiptin. Það er alltaf mikilvægt að koma sér strax í gang og ég hafði gaman af leiknum."
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu

