Scott segist hafa verið barnalegur
Scott Carson yfirgaf Liverpool á dögunum og gekk til liðs við West Bromwich Albion. Hann kom til Liverpool frá Leeds United 2005 en segir nú það hafa verið barnalega ákvörðun. Hann sagði þetta í viðtali við dagblaðið Daily Star Sunday.
"Ég hugsa að ég hafi verið svolítið barnalegur að ákveða að ganga til liðs á borð við Liverpool og reikna með því að fá strax tækifæri. Það átti auðvitað eftir að reynast erfitt. Ég er búinn að vera þar í nokkur ár og ég öðlaðist mikla reynslu þar með því að spila með frábærum leikmönnum. Það hefði þó verið gaman að fá aðeins fleiri tækifæri með Liverpool en það er framkvæmdastjórinn sem ræður. Ég sé eiginlega ekki eftir neinum ákvörðunum sem ég hef tekið á ferli mínum í sambandi við félagaskipti og ég hef átt góðar stundir hjá öllum þeim félögum sem ég hef spilað með. Ég hlakka til að takast á við nýja áskorun á The Hawthorns. Vonandi er ég núna kominn til liðs sem ég mun vera lengi hjá. Ég vona að ég geti farið að spila vel og allir fái að sjá mig í mínu besta formi."
Það er sem sagt ekki alltaf það besta að láta slag standa og fara til einhvers stórliðs eða hvað? Scott Carson lék níu leiki með Liverpool. Hann lék sem lánsmaður hjá Sheffield United, Charlton Athletic og Aston Villa áður en hann yfirgaf Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!