| Ólafur Haukur Tómasson

Pellegrino stoltur af því að vera kominn aftur

Fyrrum leikmaður Liverpool, Mauricio Pellegrino, hefur núna snúið aftur í herbúðir Liverpool en nú mun hann starfa sem aðalliðsþjálfari og hann hefur nú í fyrsta skiptið komið fram og tjáð sig um nýja starfið sitt innan félagsins. Hann lék tólf leiki fyrir félagið árið 2005 og hann viðurkennir að það hafi komið honum mikið á óvart að fá símtal frá Benítez og viljað fá sig í þjálfarateymi sitt en hann er nú einbeittur og ákveðinn í að gefa allt sem hann getur fyrir félagið.

"Ég er mjög stoltur og ánægður vegna þess að þetta er frábært tækifæri fyrir mig að vinna fyrir félagið aftur. Rafa hefur sýnt traust sitt á mér enn aftur og ég mun reyna að gera mitt besta fyrir félagið og mitt besta til að launa honum traustið.

Það kom mér á óvart að fá símtal frá honum vegna þess að ég var að þjálfa unglingaliðið hjá Valencia og ég er að læra til að fá gráðu til að geta orðið atvinnuþjálfari, en þegar Rafa hafði samband vissi ég að ég yrði að bregðast hratt við og eftir að ég hafði talað við fjölskyldu mína og þau sögðust skilja þetta, þá var þetta frábært tækifæri sem ég gat ekki hafnað.

Ég mun reyna að gera eins mikið og ég get fyrir félagið og ég vona að ég muni njóta þess að vinna með leikmönnunum." sagði Pellegrino.

Það eru þrjú ár síðan hinn 36 ára gamli Argentínumaður var innan herbúða Liverpool sem leikmaður, þó svo að hann snúi aftur í nýju starfi, þá hafi hann verið ánægður með að hafa verið boðinn velkominn aftur af kunnulegum andlitum.

"Það hefur mikið breyst frá því ég var síðast í Liverpool. Það eru kanski fimmtán nýjir leikmenn en læknaliðið og fólkið sem vinnur á Melwood er mest megnis það sama. Það eru enn leikmenn þarna eins og Gerrard, Carra, Sami, Alonso og Finnan - en allir hinir eru ný andlit.

Þetta er allt önnur ánægja fyrir mig. Vinnan mín hefur breyst að öllu leiti, hlutverk mitt er mjög öðruvísi og alla daga er ég að hugsa um hvernig ég get bættt liðið okkar, en þegar ég var leikmaður þá einbeitti ég mér bara að því að bæta það sem ég var að gera á æfingum."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan