Jafnt gegn pólsku meisturunum
Liverpool lék þriðja æfingaleik sinn síðdegis í dag. Liðið gerði 1:1jafntefli við pólsku meistarana Wisla Krakow. Leikurinn fór fram í Friborg.
Pólverjarnir byrjuðu betur en það var Liverpool sem náði forystu á 6. mínútu. Yossi Benayoun sendi laglega sendingu inn á Andriy Voronin. Markvörður Wisla varði skot hans en Úkraínumaðurinn var vel vakandi og náði frákastinu og skilaði boltanum í markið. Annað mark hans í tveimur leikjum. Pólska liðið var ekki á því að gefa neitt eftir og sex mínútum síðar skoraði Tomas Jirsak eftir snögga sókn. Hann afgreiddi boltann í markið með góðu skoti sem Diego Cavalieri átti ekki möguleika á að verja. Andriy fékk svo dauðafæri á að koma Liverpool yfir, eftir að hafa komist inn í sendingu frá varnarmanni, en honum brást bogalistin. Hinu megin átti Marek Ziencuk bylmingsskot í stöng beint úr aukaspyrnu. Pólska liðið var óheppið að hafa ekki forystu þegar flautað var til leikhlés. Liverpool var sterkari aðilinn eftir því sem á leið og nokkur færi gáfust til að vinna sigur. Besta færið fékk Yossi Benayoun á 58. mínútu. Fabio Aurelio sendi á hann en varnarmaður bjargaði á línu frá Ísraelsmanninum. Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan var sanngjarnt jafntefli.
Liverpool: Cavalieri (Martin 70. mín.), Darby (Hobbs 70. mín.), Dossena (Insua 63. mín.), Agger (Skrtel 45. mín.), Carragher (Hyypia 45. mín.), Plessis (Spearing 45. mín.), Lucas (Mascherano 45. mín.), Leto (Aurelio 45. mín.), Benayoun (Pacheco 63. mín.), Babel (Pennant 45. mín.) og Voronin (Kuyt 70. mín.).
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Yossi Benayoun.
Álit Rafael Benítez: Ég tel að við höfum staðið okkur vel í fyrri hálfleiknum. Við héldum boltanum vel, skilningur milli leikmanna var góður og við sýndum góða sóknartilburði. Við vorum að spila við lið sem er vel skipulagt og þetta var gott fyrir okkur til að bæta leikform okkar. Við áttum nokkur færi en þeir gerðu það einnig svo jafntefli voru sennilega sanngjörn úrslit.
Helsta heimild: Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér má sjá mörkin í leiknum.
Á myndinni sést Daniel Pacheco í baráttunni gegn Wisla.
Varaliðið lék líka í dag. Liðið lék á útivelli við aðallið Peterborough og mátti þola stórt tap 4:1. Gerardo Bruna skoraði mark Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!