Carson seldur til West Brom
Scott Carson hefur verið seldur til West Bromwich Albion en fyrir nokkrum dögum síðan leit allt út fyrir að hann myndi ganga til liðs við Stoke City.
W.B.A. voru fljótir að grípa gæsina og nýta sér það að ekkert varð úr því að Stoke keypti Scott. Það var nokkuð ljóst að dagar hans hjá Liverpool voru taldir eftir kaupin á Diego Cavalieri, en það var líka nokkuð ljóst að Scott myndi ekki sætta sig við það að verma bekkinn á Anfield í vetur.
Eftir því sem fréttir herma þá er kaupverðið á Scott Carson 3.25 milljónir punda sem gæti svo hækkað upp í fjórar milljónir eftir frammistöðu hans hjá W.B.A. Verður það að teljast góð ávöxtun því Liverpool keypti hann árið 2005 fyrir 750.000 pund frá Leeds United.
Scott spilaði níu leiki með Liverpool en síðustu þrjár leiktíðir hefur hann farið þrívegis á lán. Fyrst til Sheffield Wednesday svo til Charlton Athletic og svo til Aston Villa á síðasta tímabili. Scott hefur jafnan verið í enska landsliðshópnum síðustu mánuðina og hann er búinn að leika tvo landsleiki. Við Óskum Scott góðs gengis hjá nýja félaginu.
-
| Sf. Gutt
Algjörlega augljóst! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Mark númer 100 hjá Roberto Firmino! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fjölmargir ungliðar valdir í landslið -
| Sf. Gutt
John Toshack var hætt kominn! -
| Sf. Gutt
Enn og aftur hættur við að hætta! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum