| Grétar Magnússon

Samið um kaupverð á Scott Carson

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum breska ríkisútvarpsins hafa Liverpool og Stoke City hafa komist að samkomulagi um kaupverð á markverðinum Scott Carson og er það talið vera í kringum 4 milljónir punda.

Carson var staddur á Britannia vellinum, heimavelli Stoke, fyrr í dag þar sem hann mun hafa verið að semja um kaup og kjör.

Scott Carson, sem er 22 ára, var keyptur til Liverpool árið 2005 fyrir 750.000 pund. Hann spilaði níu leiki með Liverpool.  Scott var lánaður til Charlton tímabilið 2006-2007 og til Aston Villa á síðasta tímabili.

Hann hefur spilað tvo landsleiki fyrir England og verður hann dýrasti leikmaður Stoke City frá upphafi.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan