Hverjir fara?
Það líður að lokum leiktíðar. Á næstu vikum kemur í ljós hvaða leikmenn verða keyptir til Liverpool. En einhverjir munu líka fara.
Um síðustu helgi komu fram ákveðnar vísbendingar um hvaða leikmenn talið er að yfirgefi Liverpool í sumar. Það vakti nokkra athygli að Peter Crouch, Jermaine Pennant og John Arne Riise voru ekki í leikmannahópi Liverpool fyrir leikinn við Manchester City. Eftir leikinn gengu leikmenn og þjálfaralið heiðurshring eins og hefð er fyrir eftir síðasta heimaleik. Þar voru þeir leikmenn sem voru í liðshópnum fyrir leikinn við City. Stundum hafa þó aðrir leikmenn aðalliðsins líka tekið þátt í heiðurshringnum. En að þessu sinni var enginn þessara þriggja leikmanna sjánlegur og það sama má segja um Harry Kewell. Blaðamenn staðarblaðanna í Liverpool tóku eftir þessu og töldu vísbendingu um að þeir muni fara frá Liverpool í sumar. Það var svo tilkynnt nú í vikunni að Harry Kewell muni yfirgefa Liverpool. Hvað um hina þrjá verður kemur í ljós á næstu vikum.
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir

