Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Þá er komið að síðasta heimaleiknum í deildinni á þessari leiktíð. Að honum loknum kveðjast leikmenn Liverpool og stuðningsmenn liðsins að þessu sinni. Liverpool á að vísu einn leik eftir enn í síðustu umferð deildarinnar en eftir síðasta heimleik fer hefðbundin kveðjustund fram. En skyldu einhverjir leikmenn Liverpool kveðja Anfield Road og halda á braut í sumar. Svo gæti vissulega farið því ljóst má vera að það þarf að styrkja lið Liverpool eitthvað í viðbót svo liðið geti unnið enska meistaratitilinn.
Einhverjir nýir leikmenn koma í sumar og einhverjir munu halda á braut. Eins og alltaf þá þarf að vanda val á nýjum leikmönnum. Það er ekki bara nóg að kaupa leikmenn og víst er nóg af mönnum á markaðinum. Nýju leikmennirnir verða að vera nógu góðir til að styrkja liðið og gera það nógu gott til að það verði með í baráttunni um enska meistaratitilinn þar til sauðburður hefst. Helst verður titilinn að vinnast! Þetta brást á þessari leiktíð líkt og mörgum undangengnum. Á næstu leiktíð verður þetta einfaldlega að ganga! Eigum við ekki að segja að Englandsmeistarabikarinn verði til sýnis á Anfield Road á síðasta heimaleiknum á næsta vori! Það er mál til komið og þótt hafi verið!
Liverpool gegn Manchester City á síðustu sparktíð: Liverpool herjaði fram sigur. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem úrslitin réðust og það var fyrirliðinn sem sá fyrir City í leiknum.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Manchester City
Stórliðin eru alltaf að spila stórleiki. Liverpool verður ekki með neina timburmenn eftir tapið fyrir Chelsea í Meistaradeildinni núna í vikunni. Ef liðið tapar þá koma þeir bara sterkir í næsta leik og vinna. Þess vegna er liðið í einu af fjórum efstu sætunum. Varnarleikur City er í molum. Ekki bætir staða Sven-Goran Eriksson úr skák. Mér finnst að forráðamenn félagsins myndu gera stór mistök ef þeir létu hann fara því hann er búinn að skila góðu starfi.
Úrskurður: Liverpool v Manchester City 2:1.
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!