Við erum betra liðið!
Núna styttist óðum í seinni viðureign Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og er sálfræðistríðið milli liðanna nú þegar hafið. Fyrirliðinn, Steven Gerrard, er bjartsýnn á að Liverpool geti komist áfram og telur Liverpool vera betra lið en Chelsea.
"Okkur finnst við vera alveg jafn góðir og Chelsea, ef ekki bara betri. Við höfum klárlega verið betra liðið þegar við höfum leikið gegn þeim á tímabilinu. Við vorum betra liðið í deildarleiknum á Anfield og í fyrri leiknum í Meistaradeildinni, en því miður enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Nú verðum við að taka okkur saman og ná góðri frammistöðu með réttum úrslitum." sagði Steven.
Steven Gerrard var hvíldur allan leikinn gegn Birmingham og mun væntanlega mæta til leiks í fullu fjöri á miðvikudaginn þegar Liverpool mætir Chelsea.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!