Liverpoolklúbburinn á Íslandi

Liverpoolklúbburinn á Íslandi
  • LFCHistory.net
  • KOP.is
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Tímabilið 2022/2023
    • Leikir og úrslit
    • Tölfræðin
    • Úrvalsdeildin
    Leikmenn
  • Klúbburinn
    • Félagsgjöld
    • Fríðindi
    • Fyrirspurnir
    • Í beinni
    • Liverpoolferðir
    • Lög klúbbsins
    • Forsíður Rauða Hersins
    • Skráning
    • Stjórn
    • Svipmyndir
    • Um klúbbinn
    • Um vefinn
    Liverpoolklúbburinn á Íslandi

    Liverpoolklúbburinn á Íslandi var stofnaður 26. mars 1994 á Ölveri. Meðlimir voru 30 talsins í upphafi en nú eru um 2100 virkir félagar í klúbbnum.

    Við gefum út 4 fréttabréf yfir tímabilið á Englandi, hvert blað 40-48 bls. í A-4 broti og allt í lit. Blaðið samanstendur af einkaviðtölum sem og þýddum viðtölum við leikmenn, ferðasögum, sagnfræði og naflaskoðun á gengi liðsins hverju sinni.

  • Liverpool FC
    • Saga félagsins
    • Framkvæmdastjórar
    • Titlar
    • Anfield
    • The Kop
    • The Academy
    • Hillsborough slysið
    • Nágrannarígur
    • HM & Liverpool
    • Erlendir leikmenn
    • Goðsagnir
    • Söngbókin
    • Leikjahæstir
    • Markahæstir
    Liverpool Football Club

    Liverpool er einn sigursælasta knattspyrnufélag Englands. Félagið var stofnað þann 3. júní 1892.

  • Annað efni
    • Í nærmynd
    • Eldri kannanir
    • Tenglar
    • Veggfóður
    Úr ýmsum áttum

    Hér er efni úr ýmsum áttum. Til dæmis frábær veggfóður (e. wallpapers) frá Sigga Reynis

Fréttir

  • Forsíða
  • Fréttir
  • Frétt
Sjá leikmann Sjá leik
fös. 25. apríl 2008 01:09 | Ólafur Haukur Tómasson

Rafa skorar á Riise að vera hetja

Tweet
Eins og flest allir ættu að vita núna þá skoraði John Arne Riise klaufalegt sjálfsmark í leiknum gegn Chelsea og hefur hann sjálfur sagst vera niðurbrotinn eftir atvikið. Nú hefur Rafael Benítez skorað á Norðmanninn að vera hetja liðsins og skora sigurmarkið í leik liðanna á Stamford Bridge, og bæta upp fyrir mistök sín.

"Ég talaði við John, og ég sagði honum að vera ekki að hugsa alltaf um sjálfsmarkið. Hann verður að koma aftur og vera tilbúinn. Fabio Aurelio er frá í þrjár vikur, svo Riise veit að hann verður að vera klár og fórna sér fyrir okkur. Besta lausnin fyrir hann væri að skora á Stamford Bridge .. í rétt mark. Ef að Riise skorar sigurmarkið þá yrði það fullkomið fyrir okkur."

Riise er gjarnan kenndur við frábær mörk, en hefur ekki tekist að skora í rúmlega ár núna og telur Benítez það vera af því að Norðmaðurinn virðist hafa misst niður sjálfstraust sitt undanfarið.

"Hann er mjög niðri þessa dagana, en eina leiðin til að breyta stöðunni er að skora í rétt net á Stamford Bridge. Hann veit að Fabio er meiddur svo að hann veit að hann fær tækifæri til að spila. Hann hefur skorað fullt af mörkum á löngum tíma, og leikið marga leiki fyrir liðið, svo ég er mjög leiður fyrir hönd allra en þá sérstaklega hans.

Hann hefur leikið mjög vel fyrir félagið, svo að það sem gerðist á lokasekúndunum er það versta sem gat gerst í stöðunni. Við reyndum að greina hvað gerðist. Javier Mascherano og Arbeloa gætu hafa stöðvað fyrirgjöfina, en þegar þú ert örfættur eins og John, þá er vandamálið hvort að hann hefði átt að nota hægri fótinn til að hreinsa. Það var vandamálið." sagði Rafael Benítez.

Það yrði alveg óskandi ef að Riise myndi bæta upp fyrir mistök sín og tækist að koma Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann hefur nú alveg skorað nokkur gullfalleg mörk gegn Chelsea undanfarin ár, og vonandi sjáum við eitt slíkt á miðvikudaginn.



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
  • 31. mar. 11:00 | Sf. Gutt
    Hann verður að hlusta á mömmu sína!
  • 30. mar. 10:00 | Sf. Gutt
    Jürgen Klopp að verða afi!
  • 29. mar. 09:00 | Sf. Gutt
    Meiðslafréttir
  • 28. mar. 21:30 | Sf. Gutt
    Landsleikjafréttir
  • 27. mar. 17:10 | Sf. Gutt
    Thiago ennþá meiddur
  • 26. mar. 11:00 | Sf. Gutt
    Landsleikjafréttir
  • 25. mar. 20:00 | Sf. Gutt
    Gæti ekki verið ánægðari!
  • 25. mar. 20:00 | Sf. Gutt
    Goðsagnirnar unnu!
  • 24. mar. 18:08 | Sf. Gutt
    Leikjatilfærslur
  • 23. mar. 16:00 | Sf. Gutt
    Fjölmargir ungliðar valdir í landslið
Fleiri fréttir
Fréttageymslan

Allur réttur áskilinn, © Liverpoolklúbburinn á Íslandi, 1999 - 2023

Email: [email protected].

Liverpoolklúbburinn á Íslandi á Facebook
  • Skráðu þig í klúbbinn
  • Félagsgjöld
  • Fyrirspurnir
  • Í beinni