| Sf. Gutt

Rafa vill leika til sigurs!

Spennan fyrir síðasta þátt þríleiks Liverpool og Arsenal magnast jafnt og þétt. Það er sannarlega ekki gott að ráða í hvernig leikurinn mun þróast. Liverpool nægir í raun markalaust jafntefli eftir að hafa sótt 1:1 jafntefli til Lundúna. Rafael Benítez treystir ekki á markalaust jafntefli og vill sigur!

"Við viljum ekki að að leikurinn fari 0:0. Okkur finnst það skipta máli að skora mark. Arsenal getur vel skorað mark á útivelli og þess vegna verðum við að stefna á að vinna sigur í leiknum. Þessi keppni er eini möguleiki okkar til að vinna titil á þessari leiktíð og hún er því mikilvæg fyrir okkur. Við þurfum að vera hugprúðir en við verðum líka að vera skynsamir."

Margir sparkspekingar telja að stuðningur áhorfenda á Anfield Road muni ráða baggamuninn þannig að Liverpool komist áfram. Víst er að Tólfti maðurinn hefur oft lagt sitt af mörkum þegar mikið hefur legið við á Anfield Road. Rafael Benítez veit að Liverpool á vísan stuðning á Anfield Road annað kvöld. Hann man vel hvernig stuðningsmenn Liverpool settu leikmenn Chelsea út af laginu í Englandsorrustunum árin 2005 og 2007.

"Maður fann vel fyrir hinu magnaða andrúmslofti gegn Chelsea í undanúrslitunum. Ég á von á að það sama verði uppi á teningnum núna. Stuðningsmenn okkar gætu líka skipt sköpum. Það var alveg ljóst að The Kop setti leikmenn Chelsea út af laginu og vonandi gerist það aftur núna. Það er auðvelt að segja að mikill fjöldi áhorfenda á útileikjum hafi ekki áhrif á mann en það reynist flestum leikmönnum erfitt að hafa stuðningsmenn okkar á móti sér í 90 mínútur."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan