| Sf. Gutt

Alan Hansen spáir í páskarimmuna

Það er alltaf spenna í kringum leiki Liverpool og Manchester United. Páskarimma liðanna sem nú stendur fyrir dyrum enr engin undantekning. Alan Hansen, fyrrum leikmaður Liverpool, fjallaði um leikinn í pistli sínum á vefsíðu BBC.

"Leikur Manchester United og Liverpool hefur fyrirfram allt til að bera til að geta orðið frábær leikur. Venjulega verða þó leikir þessara liða lítt fyrir augað því spennan er svo mikil. Ég held að leikurinn geti bæði ráðist af góðri vörn og skarpri sókn. Hvernig ætli þeim Rio Ferdinand og Nemanja Vidic gangi að fást við Fernando Torres og Steven Gerrard samverkamann hans? Hvernig kemur svo vörn Liverpool til að ganga með þá Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Carlos Tevez? Liverpool hefur verið að spila virkilega vel. Flestir hafa verið að hæla þeim Fernando Torres og Steven Gerrard fyrir gott gengi liðsins. Ég hef þó hrifist mjög af framlagi Javier Mascherano. Hann er alveg búinn að vera frábær, í því hlutverki að verja vörnina áföllum, í síðustu fimm eða sex leikjum. Með þessu hefur skapast gott jafnvægi í liðinu. Javier hefur styrkt vörnina og Fernando og Steven hafa skerpt sóknina.

Leikir þessara liða vinnast gjarnan á einu marki og upp á síðkastið hefur United haft betur. Í þetta skiptið mumu þó leikmenn Liverpool halda til leiks með þá trú í huga að þeir geti unnið sigur."




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan