Hver er Mikel San Jose Dominguez?
Margir stuðningsmenn Liverpool ráku upp stór augu þegar þeir sáu nafnið Mikel San Jose Dominguez á meðal þeirra varamanna sem voru valdir fyrir leikinn við Chelsea á sunnudaginn. Það er því kannski rétt að kynna þennan Spánverja sem fáir vissu að var í herbúðum Liverpool.
Mikel San Jose Dominguez fæddist þann 30. maí 1989 á Pamplona á Spáni. Liverpool keypti hann síðasta sumar fyrir 270.000 sterlingspund frá Athletic Bilbao. Mikel gerði þriggja ára samning við Liverpool. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Spánar og var í undir 19 ára liði þeirra sem varð Evrópumeistari í júlí á síðasta ári. Forráðmenn Bilbao voru vonsviknir þegar Mikel ákvað að yfirgefa félagið því hann var í miklu áliti innan félagsins.
Mikel spilar venjulega sem miðvörður en hann getur líka leikið á miðjunni. Hann hefur leikið með varaliðinu á þessari leiktíð en nú er að sjá hvort hann nær að spila eitthvað með aðalliðinu. Hann er að minnsta kosti efnilegur en það er gömul saga og ný að það er eitt að vera efnilegur og annað að verða góður.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!