Átti gott spjall við Rafael Benítez
Stjóri Havant & Waterlooville, Shaun Gale, segir að spjall við Rafa Benítez hafi gert hann enn staðfastari í því að koma liði sínu upp úr Blue Square Premier utandeildinni á þessu tímabili.
Shaun Gale var kallaður inná skrifstofu Rafael Benítez eftir leik liðanna þar sem lið Havant kom skemmtilega á óvart.
Hann segir svo frá fundinum: ,,Við þurftum báðir að tala mikið við fjölmiðla eftir leikinn og eftir að ég hafði skipt um föt bauð Rafa mér inn á skrifstofuna sína og við áttum gott spjall saman í um það bil 10 mínútur."
,,Hann er mjög góður maður og hann var mjög auðmjúkur varðandi allt." Rafa sagði við mig: ,,Í stöðunni 2:1 ollu þið okkur virkilegum áhyggjum. Við vissum að þið mynduð vera með gott og vel skipulagt lið vegna þess að við létum fylgjast með ykkur." Svo sagði hann: ,,Núna þurfið þið bara að komast upp um deild. Þú ert með mjög gott lið í höndunum."
,,Hann hefði ekki getað verið almennilegri og það var virkilega ánægjulegt að spjalla við hann. Ég ber mikla virðingu fyrir honum. Strax eftir leikinn bankaði hann á dyrnar í búningsklefanum okkar, kom inn og sagði ,,Vel gert hjá ykkur strákar, þið spiluðuð mjög vel" við alla leikmenn okkar."
,,Þetta var virkilega fallegt af honum og hann hefði ekki þurft að gera þetta."
-
| Sf. Gutt
Allt jákvætt! -
| Sf. Gutt
Skammarlegt tap! -
| Sf. Gutt
Mikil tilhlökkun í Plymouth -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum! -
| Sf. Gutt
Í úrslit annað árið í röð! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!