Jack Hobbs fer í lán
Miðvörðurinn efnilegi Jack Hobbs hefur verið lánaður frá Liverpool til loka þessarar leiktíðar. Hann fer nú til Scunthorpe United sem spilar í næst efstu deild. Liðið er þar á meðal neðstu liða og berst fyrir sæti sínu í deildinni. Jack mun spila með Scunthorpe til loka leiktíðar og gildir lánið til 5. maí í vor.
Jack Hobbs hefur spilað fimm leiki með Liverpool á þessari leiktíð. Hann er mjög efnilegur og gæti hæglega átt góða framtíð fyrir sér. Kaupin á Martin Skrtel hafa á hinn bóginn líklega orðið til þess að forráðmenn Liverpool hafa lagt í að lána Jack. Fram að því að Martin kom var Jack sá leikmaður sem var til taks ef þeir Jamie Carragher eða Sami Hyypia hefðu forfallast. Reyndar verður skarð fyrir skildi hjá varaliðinu því Jack hefur verið fyrirliði þess og það á nú í baráttu um sigur í varaliðsdeildinni.
Þess má geta að Scunthorpe skipar merkilegan sess í sögu Liverpool því goðsagnirnar Ray Clemence og Kevin Keegan voru keyptir frá félaginu á sínum tíma.
-
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir!