The Kop sendir skilaboð!
Samfélagið á í Kop stúkunni hefur aldrei legið á skoðunum sínum. Skoðun harðasta kjarna stuðningsmanna Liverpool, á eigendum félagsins, varð öllum ljós á leik Liverpool og Luton.
Hér er þeim amerísku "þakkað" fyrir voðaskot sín. Bandaríkjamenn og Bretar hafa löngum verið bandamenn í styrjöldum en stundum hefur Könunum orðið á að halda að breskir hermenn séu óvinurinn og breskir hermenn hafa fallið fyrir voðaskotum.
Hér er sent neyðarkall til Dubai og þeim amerísku vísað á braut!
Það fór ekkert á milli mála, á leik Liverpool og Luton, að mikil gremja í garð eigenda Liverpool kraumar á meðal stuðningsmanna Liverpool. Áhorfendur á The Kop kyrjuðu nafn Rafael Benítez reglulega honum til stuðnings. Amerísku eigendurnir fengu á hinn bóginn tvenn skrifleg skilaboð sem sjá má hér að ofan. Áhorendur á The Kop sungu líka um að félagið væri nú í "röngum höndum". Áhorfendur á Anfield Road hafa ekki alltaf verið mjög líflegir á þessari leiktíð en á þriðjudagskvöldið var andrúmsloftið rafmagnað. Liðið fékk góðan stuðning en "Tólfti maðurinn" sendi líka frá sér skilaboð sem hafa örugglega ekki farið framhjá þeim George og Tom!
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!