| Grétar Magnússon

Miki Roque á leið til Englands ?

Spánverjinn ungi Miki Roque, sem var lánaður til spænska félagsins Xerez í haust er sennilega á leið aftur til Englands eftir að félagið lýsti því yfir að þeir vilji ekki nýta sér þjónustu leikmannsins lengur.

Mike Roque hefur aðeins spilað einn leik með Xerez á tímabilinu.  Liðið er í neðsta sæti deildarinnar og hyggjast þeir leita að öðrum leikmönnum til að styrkja sig fyrir það sem eftir er af tímabilinu.

Þó er alveg eins líklegt að Mike Roque verið lánaður til einhvers annars félags á Spáni. Mike hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpool.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan