| Sf. Gutt

Það er mikilvægt að vinna alla leiki

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir stórleik Liverpool og Manchester United sem fer fram á Anfield Road eftir hádegið. Reyndar eru bara þrjú stig í boði eins og í öllum öðrum leikjum. Meira en í mörgum öðrum leikjum þá kemur rígur og stolt líka inn í myndina. Liverpool og Manchester United hafa marga hildi háð í gegnum árin og það verður ekkert gefið eftir í þessum leik frekar en öðrum rimmum liðanna. Rafael Benítez á enn eftir að fagna sigri á Manchester United í deildarleik eftir að hann kom til Liverpool. Hann telur að sjálfsögðu að það sé mikilvægt að vinna þennan leik en honum finnst reyndar mikilvægt að vinna alla leiki!

"Mér finnst að það sé mikilvægt að vinna alla leiki og þá sérstaklega heimaleikina. Við höfum unnið marga útileiki og staðn er miklu betri en á síðustu leiktíð. Árangur okkar á heimavelli á síðustu leiktíð var mjög góður. Hann er ekki sem verstur á þessari leiktíð því við erum búnir að spila við tvö af efstu liðunum en ég held að við getum bætt okkur. Það mun bæta sjálfstraustið okkar mikið ef við náum að leggja United að velli núna um helgina og sigur færir okkur nær toppi deildarinnar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur og við verðum að reyna að spila af öllum okkar krafti allan leikinn."

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan