| Arnar Magnús Róbertsson

Yossi: Ég efaðist aldrei

Yossi Benayoun segir að hann hafi aldrei óttast að Liverpool kæmist ekki í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar Meistaradeildinni þrátt fyrir að hafa fengið aðeins eitt stig úr fyrstu þrem leikjum riðilsins. Ísraelski landsliðsmaðurinn átti stórt hlutverk í síðustu þrem leikjunum í riðlinum, einnig náði hann þrennu gegn Besiktas í síðasta mánuði.

Hann sagði: "Svona í hreinskilni sagt þá hafði ég alltaf trú á því að við kæmumst áfram og jafnvel þegar við vorum með eitt stig eftir þrjá leiki. Ég sagði að ef eitthvað lið gæti unnið þrjá leiki í röð þá væru Liverpool sannarlega það lið."

"Þetta er félag sem hefur sannað það í gegnum árin að það getur unnið stóru leikina í þessari keppni. Við vissum að allir leikir væru úrslitaleikir og við unnum alla þessa úrslitaleiki."

"Við vissum allt um hversu góðir Marseille stuðningsmennirnir eru svo það var mikilvægt að skora snemma."

"Það mark gaf okkur sjálfstraust. Annað markið kom skömmu seinna og það gerði út um leikinn og eftir það voru stuðningsmenn þeirra ekkert svo háværir."

"Allir stóðu sig vel. Við spiluðum eins og við vitum að við getum spilað og við verðskulduðum þennan sigur. Við eigum skilið að vera komnir í 16 liða úrslitin."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan