Nýtt félagsmet hjá fyrirliðanum!
Steven Gerrard setti nýtt félagsmet í hinum glæsta sigri Liverpool gegn Marseille. Hann hefur nú skorað fleiri mörk í Evrópukeppni en nokkur annar leikmaður í sögu Liverpool F.C.
Hér er listi yfir fimm markahæstu leikmenn Liverpool í Evrópukeppni. Listann í heild sinni er að finna hér.
1. Steven Gerrard 23 mörk
2. Michael Owen 22 mörk
3. Ian Rush 20 mörk
4. Roger Hunt 17 mörk
5. Terry McDermott 15 mörk
Þetta félagsmet er enn ein fjöður í hatt Steven Gerrard. Það gerir afrek hans enn merkara að Steven er miðjumaður. Evrópumörkin skiptast þannig að Steven hefur skorað fjögur í Evrópukeppni félagsliða en hin hafa öll komið í Meistaradeildinni.
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum