Scott fær stuðning frá félögum sínum
Annar landsleikur Scott Carson breyttist í martröð þegar Englendingar misstu af sæti í úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða eftir 3:2 tap gegn Króatíu á Wembley. Steve McClaren landsliðsþjálfari þótti sýna mikið hugrekki þegar hann valdi Scott til að verja markið í þessum mikilvæga leik. Ekki fer þó allt sem ætlað er. Scott átti alla sök á fyrsta marki leiksins og margir munu skella skuldinni á hann fyrir tapið. Félagar hans hjá Liverpool, sem spiluðu með honum í gærkvöldi, reyndu að hughreysta hann eftir leikinn.
Steven Gerrard: "Scott er auðvitað vonsvikinn. Hann veit að hann gerði mistök en hann er ungur strákur og hann á bjarta framtíð fyrir sér. Hann þarf að gleyma þessum mistökum sem fyrst. Við erum góðir vinir og ég vorkenni honum virkilega."
Peter Crouch: "Ég hef æft með Scott og spilað með honum í enska landsliðinu. Ég hugsa að hann sé vonsvikinn í kvöld en hann er mjög góður markvörður og er efni í frábæran markvörð."
Scott Carson hefur undanfarin ár verið talinn efnilegasti markvöður á Englandi. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif martröðin í gærkvöldi mun hafa á feril hans. Hann á vonandi eftir að ná sér á strik en hann á örugglega aldrei eftir að gleyma leiknum gegn Króatíu!
-
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Væri gaman að byrja með verðlaunum!