| Arnar Magnús Róbertsson

Dietmar Hamann í viðtali

Þjóðverjinn knái Dietmar Hamann er hér í viðtali við Liverpoolfc.tv Dietmar lék 283 leiki með Liverpool á árunum 1999 til 2006. Hann skoraði ellefu mörk í þessum leikjum.

Þegar Liverpool gekk út á Ólympíuvöllinn í Aþenu í maí voru örugglega tveir eða þrír stuðningsmenn Liverpool sem veltu fyrir sér hvað Didi Hamann væri að gera þetta kvöld. Þessi fyrrverandi leikmaður Liverpool var mikilvægur hlekkur í liðinu sem vann meistaradeildina árið 2005 og svo FA bikarinn árið 2006, en í þeim leikjum kom hann inná, breytti gang leikjanna og skoraði svo úr vítum í báðum vítaspyrnukeppnunum.

En eftir að hafa farið til Manchester City eftir smá millilendingu í Bolton síðasta sumar þá var talið augljóst að það hefði verið hægt að nota Þjóðverjann knáa í tapinu gegn AC Milan í Aþenu.

En var það svo einfalt?

Var tapið útaf því að við höfum ekki "Hamann áhrifin" ?

"Ég held ekki" sagði Hamann og hló.

"Þetta er bara einn af þeim hlutum sem gerast. Ég veit ekki hvort ég hafði mikið að gera með þetta en leikirnir breyttust þegar ég kom inná, en auðvitað þegar þú kemur inná þá reynir maður allt sem maður getur í að hjálpa þínu liði og það virkaði í þessum tveimur leikjum, en ég held það sé ekki til neitt sem heitir Hamann áhrifin!"

Hetjan þýska var opinská í viðtali sínu við Liverpoolfc.tv en þar talaði hann um titil möguleika Liverpool, muninn á Sven Göran Eriksson og Rafa og af hverju hann er sannfærður um að Momo Sissoko mun sýna gangrýnendum sínum að hann sé nógu góður fyrir Liverpool.

Hamann sem var orðinn "Heiðurs Scouser" í Liverpool borg átti erfitt fyrsta tímabil í austri hjá Manchester City, en undir nýjum stjóra, Sven Göran Eriksson þá hefur hann fengið meira að spila og spilar mikilvægt hlutverk í liði Man City sem er að standa sig vel það sem liðið er af tímabilinu.

Hann einbeitir sér að Manchester City núna en viðurkennir að hann sakni lífsins í Liverpool og muni alltaf hugsa til fólksins í borginni, stuðningsmanna félagins og síðast en ekki síst tíma hans á Anfield og getur verið stoltur af tíma sínum hjá Liverpool Football Club.

"Ég á frábærar minningar frá mínum tíma hér" sagði Hamann "Ef ég hefði ráðið þá hefði ég endað feril minn hérna á Anfield, en það gerðist því miður ekki. Liverpool borg er mitt annað heimili og það er alltaf frábært að koma aftur hingað."

"Við mætum Liverpool á heimavelli í desember og við sækjum Anfield heim í næst síðasta leiknum á tímabilinu, svo ég er mjög spenntur fyrir þessum tveimur leikjum."

Hamann átti frábær sjö ár hjá Rauða Hernum en á þeim tíma spilaði hann 283 leiki og skoraði 11 mörk.

Þrátt fyrir að hafa unnið átta bikara á tíma sínum hjá Liverpool, náði hann ekki að landa Deildartitlinum eftirsótta.

Síðan hann fór hefur félagið breyst bæði innan sem utan vallar og þrátt fyrir að þeir hafi spilað illa upp á síðkastið er Hamann viss um að þeir geti sótt hart að titlinum og þess vegna unnið deildina.

"Þeir eru ennþá ósigraðir en eru reyndar ekki í þeirri stöðu sem þeir höfðu óskað eftir enda byrjuðu þeir frábærlega"

"Þeir misstu tvö stig bæði gegn Arsenal og Chelsea á heimavelli, svo þeir verða að ná stigum á útivelli gegn þessum liðum en allir vita hversu erfitt það er að fara á Emirates og Stamford Bridge og ætla sér að vinna, svo það verður mjög erfitt."

"Svo þetta er ekkert auðvelt en ef þeir komast á skrið þá eiga þeir séns, þeir hafa hæfileikana til að vinna átta til tíu leiki í röð, svo af hverju ekki?"

Hvort sem þeir rauðu geta endað 18 ára bið eftir titlinum í maí verða menn að bíða með en þrátt fyrir að þeir vinni ekki deildina þetta tímabil þá er Hamann sannfærður að Rafa sé maðurinn sem mun koma með titilinn aftur á Anfield.

"Mér finnst Rafa mjög góður og er einn af þeim bestu í Evrópu" sagði Hamann

"Það er það sem ég sagði þegar ég fór frá félaginu og ég trúi því enn þann dag í dag"

"Hann hefur staðið sig mjög vel síðan hann kom hingað, ef þú horfir á úrslitin þegar ég var hérna þrátt fyrir að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í deildinni þá náði hann frábærum úrslitum í bikarkeppnunum og síðast en ekki síst í Meistaradeildinni sérstaklega með þann hóp sem hann hafði þá, sem er ekki nærri því eins sterkur og hópurinn er núna."

Rafa er þekktur sem teknískt hugsandi þjálfari er rólegur og í raun mjög svipaður núverandi þjálfara Hamanns, Sven Göran, og því hefur Hamann spilað fyrir eina tvo bestu erlendu þjálfarana á tíma sínum í Englandi.

En hver er helsti munurinn á þessum tveimur hátt metnu þjálfurum?

"Þeir eru mjög ólíkir enda er eiginlega enginn þjálfari eins" sagði Hamann

"Rafa er meiri í því að fylgjast með æfingum og tala við okkur meðan á æfingum stendur, hann stjórnar í raun æfingum meðan Sven er meira í bakgrunninum og fylgist með svona úr fjarlægð og talar ekki eins mikið og Rafa"

"En þeir vita báðir hvað þeir eru að gera og afrek þeirra eru frábær en eins og ég segi, hver hefur sinn stíl."

Liverpool eru í meiðslavandræðum núna og þrátt fyrir að Hamann segi að það sé mikið áfall að Xabi Alonso sé ekki heill þá er hann vongóður um að Momo Sissoko mun byrja að spila betur og sýna hveru góður hann er og af hverju hann sló í gegn á Englandi á sínu fyrsta tímabili.

"Ég held að meiðsli Alonso séu mikið áfall fyrir Liverpool" sagði Hamann

"Þú hefur séð það á undanförnum vikum að þeir hafa saknað hans og það mikið. Ég held að hann geri Stevie enn betri leikmann og að þeir hafa spila svona mikið án hans er mikið áfall fyrir Liverpool"

"En þeir eru með frábæra leikmenn í þessari stöðu og leikmaður eins og Momo Sissoko getur komið í stað Alonso"

"Momo er ungur en ég held að hann bjóði Rafa öðruvísi kosti heldur en Mascherano og Stevie, mér finnst hann vera frábær í að vinna boltann af andstæðingnum"

"Hann hleypur mjög mikið og vinnur mikið af boltum, en eins og sést þá hefur hann ekki mjög mikið sjálfstraust og það sést á sendingum hans sem eru ekki nógu góðar"

"Ef hann fær að spila aðeins meira og gerir einföldu hlutina þá mun hann standa sig vel. Mér finnst sendingar hans hafa batnað síðan ég var þarna og ég vonast til að hann haldi áfram að spila vel."

"Ég hef ekki séð alla leiki Liverpool á tímabilinu en ég held að hann muni ná að komast í sama form og hann var í á sínu fyrsta tímabili"

Hamann sem er nú 34 ára er á lokaandartökum ferilsins en hefur ekki ákveðið framtíð sína, hann viðurkennir að hann útilokar ekki að þjálfa þegar hann leggur knattspyrnuskóna á hilluna.

"Ég mun reyna að spila næstu ár" sagði Hamann

"Hvort ég vilji vera knattspyrnustjóri eða bara þjálfa er ég ekki viss um ennþá. En ég mun ná mér í réttindin og sjá hvað gerist, þetta er sannarlega möguleiki."

Svo það er möguleiki að í framtíðinni munu aðdáendur upplifa "Hamann áhrifin" en þá frá hliðarlínunni?

[Hamann hlær] "Ég efa það" brosir Hamann.

"Ég stórlega efa það, en maður á aldrei að segja aldrei í fótbolta, er það nokkuð? sagði Dietmar Hamann að lokum.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan