Robbie Fowler snýr aftur
Robbie Fowler snýr aftur heim í kvöld þegar Liverpool leikur við Cardiff í Deildarbikarnum. Þetta er keppni sem Robbie hefur alltaf gengið vel í.
- Robbie skoraði mark í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool þegar liðið vann 3:1 útisigur á Fulham í Deildarbikarnum leiktíðina 1993/94. Hann skoraði svo fimm mörk í seinni leik liðanna þegar Liverpool vann 5:0!
- Robbie varð tvívegis Deildarbikarmeistari með Liverpool.
- Fyrst árið 1995 þegar Liverpool vann Bolton Wanderes 2:1 á Wembley og svo aftur árið 2001 þegar Liverpool lagði Birmingham City í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli í Cardiff.
- Robbie skoraði mark Liverpool í leiknum gegn Birmingham og skoraði svo í vítaspyrnukeppninni. Hann var valinn Maður leiksins.
- Robbie skoraði 29 Deildarbikarmörk á ferli sínum með Liverpool. Aðeins Ian Rush hefur skorað fleiri Deildarbikarmörk fyrir Liverpool.
- Robbie er nú þegar búinn að skora tvö Deildarbikarmörk fyrir Cardiff City og þau bæði í sama leiknum!
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður