Torres ekki með gegn Besiktas
Fernando Torres mun ekki fara með Liverpool-liðinu í leikinn gegn Besiktas, sem fram fer í Istanbul á morgun. Xabi Alonso fer hins vegar með og gæti komið við sögu.
Torres meiddist á læri með landsliðinu fyrir rúmri viku og hefur síðan verið í stöðugri meðferð hjá sjúkraþjálfurum Liverpool. Niðurstaðan hefur hins vegar orðið sú eftir fund Benítez með læknunum að láta Torres ekki leika þennan leik, sem er vissulega skarð fyrir skildi hjá okkar mönnum. Hann ætti hins vegar að vera orðinn heill fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudag.
Alonso hefur hins vegar jafnað sig nógu vel af ristarmeiðslum sínum, sem hann hefur átt við í mánuð, til að fara með liðinu til Istanbul. Alvaro Arbeloa og Daniel Agger verða ekki með vegna meiðsla.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!