Alonso og Torres með gegn Besiktas?
Rafa Benítez býst við að Xabi Alonso og Fernando Torres verði með í leiknum gegn Besiktas í Meistaradeildinni sem háður verður á miðvikudaginn en hann verður leikinn í Istanbúl í Tyrklandi.
Torres og Alonso voru tæpir fyrir leikinn gegn Everton en voru hvorugir í liðinu en Rafa er viss um að þeir nái leiknum gegn Besiktas.
”Þeir voru báðir mjög nálægt því að vera leikfærir, ég hefði getað tekið áhættu og látið þá spila en það var áhætta sem ég var ekki reiðubúinn að taka. Ég býst núna við því að þeir nái að spila á móti Besiktas þegar við förum til Istanbúl, ég mun fylgjast með þeim á æfingum og taka ákvörðun eftir það.” sagði Benítez
Það er ljóst að sigurinn á Everton gæti ekki hafið komið á mikið betri tíma enda erfiðir leikir framundan og það er vonandi að leikmenn fái aukið sjálfstraust eftir að hafa unnið aðeins tvo leiki af síðustu sjö. Benítez sagði: ”Sigurinn gegn Everton er gott veganesti fyrir Istanbúlferðina og fyrir næsta heimaleik um næstu helgi gegn Arsenal”
Leikurinn gegn neðsta liði riðilsins, Besiktas, er orðinn skyldusigur fyrir Liverpool eftir að hafa náð aðeins einu stigi af sex mögulegum eftir fyrstu tvo leikina gegn Porto og Marseille. Benítez sagði fyrir fyrsta leik að það þyrfti 10 stig til að komast upp úr riðlinum og nú eru aðeins 12 stig í pottinum og ekkert má útaf bregða
”Við þurfum að vinna einn, kannski tvo útisigra” sagði Benítez um möguleika síns liðs.
-
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum -
| Sf. Gutt
Bobby saknar vinar í stað