| Sf. Gutt

Hér vil ég vera!

MDF76421.420122732.jpg

"Hér mun ég vera" segir í frægum söngtexta um mann sem ætlar sér að eyða ævinni í Liverpool. Sami Hyypia sem heldur upp á 34. ára afmæli sitt í dag er farinn að hugsa á svipuðum nótum. Þótt aldurinn á Sami sé ekki mikill þá er hann farinn að huga að efri árum ef svo mætti segja. Hann er nú búinn að sjá fyrir sér vænlegan samastað til framtíðar. 

"Ég get alveg séð það fyrir mér að ég muni verða hér áfram. Ég hef svo sem ekki mikið hugsað um þetta en fjölskyldunni minni hefur liðið mjög vel hérna í Liverpool eftir að við fluttum hingað. Það er fátt ef nokkuð sem togar í mig þannig að ég vilji flytja aftur til Finnlands."

Margir knattspynumenn hafa áhuga á að starfa við þjálfun eftir að þeir leggja skóna á hilluna. Hvað skyldi finnsku goðsögninni finnast um það?

"Ég hef alveg áhuga á að fást við eitthvað sem tengist knattspyrnu. Á hinn bóginn er ég ekki viss um að ég vilji vera framkvæmdastjóri. Ég hef kynnst mörgum framkvæmdastjórum á ferli mínum og eftir kynni mín af þeim er ég ekki viss um að það færi vel með heilsuna mína að takast á við framkvæmdastjórn."

Það er næsta víst að Sami Hyypia haldi upp á afmæli sitt úti á iðagrænum Anfield Road í dag. Fari svo þá klæðist hann búningi Liverpool í 410. sinn. Við vonum að Sami eigi gleðilegan afmælisdag og að Liverpool vinni sigur til að auka á afmælisgleði hans. Til hamingju með afmælið Sami!

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan