| Grétar Magnússon

Ekki kenna Rafa um

Jamie Carragher segir að ekki sé hægt að kenna Rafa Benítez fyrir afspyrnuslakan leik gegn Marseille í gærkvöldi.

,,Það er ekki hægt að nota liðsuppstillinguna sem afsökun," sagði Carragher.

,,Stjórinn hefur gert þetta í þrjú ár og við höfum alltaf staðið okkur vel í Meistaradeildinni og verið í úrslitum keppninnar tvisvar sinnum undanfarin þrjú tímabil."

,,Það er erfitt að segja hvað fór úrskeiðis.  Við náðum aldrei að spila eins vel og við getum og þeir spiluðu vel."

Liðið er nú í þriðja sæti í A riðli á eftir Porto og Marseille en Porto náði að stela sigri gegn Besiktas á lokamínútunum í Tyrklandi í gær.

,,Auðvitað er nú pressa á okkur.  Við höfum komið okkur í slæma stöðu," bætti Carragher við.  ,,Það eru tvö lið fyrir ofan okkur núna og fimm stiga munur á milli okkar og Marseille þannig að það er mikilvægt fyrir okkur að vinna næstu tvo heimaleiki."

,,Allir voru tilbúnir fyrir leikinn, en þeir (Marseille) spiluðu vel og hver einn og einasti leikmaður þeirra stóð sig vel.  Sennilega var þetta samblanda af lélegri spilamennsku okkar og einni af bestu spilamennsku þeirra á þessu tímabili.  Við erum að gera hlutina erfiða fyrir okkur en það eru enn fjórir leikir eftir þar sem við getum náð stig."

,,Undir lok leiksins var kannski eina skiptið sem við settum pressu á þá.  Ég veit ekki hvað er að gerast í Evrópukeppninni hjá okkur núna vegna þess að okkur vegnar vel í deildinni og Deildarbikarnum.  Það er ekki auðvelt að benda á einhvern einn hlut.  Við eigum stóran leik á sunnudaginn og við viljum vinna hann fyrir landsleikjahléð."

Steve Finnan segir að frammistaða Liverpool á útivelli gæti verið lykillinn að því að komast upp úr riðlinum.

,,Við erum bara með eitt stig núna og eigum erfiðan útileik fyrir höndum gegn Besiktas.  Það lítur út fyrir að við verðum vinna einn eða tvo útileiki til að komast áfram.  Það er eitthvað sem við höfum gert áður þannig að við erum ennþá fullir sjálfstrausts."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan