| Grétar Magnússon

Sigur þrátt fyrir að spila ekki vel

Fabio Aurelio segir það gott merki að sigur hafi unnist á Wigan þrátt fyrir að liðið hafi ekki spila sem best.  Mörg meistaraefni vinna sína leiki án þess að spila vel segir Brasilíumaðurinn.

Aurelio sagði í viðtali eftir leikinn:  ,,Þetta var líkamlega mjög erfiður leikur.  Þeir (Wigan) eru með sterkt lið og þeir beita löngum sendingum mikið.  Það var ekki alltaf mögulegt að senda boltann á milli manna en liðið lagði hart að sér og þegar upp var staðið náðum við góðum úrslitum."

,,Við höfum náð að blanda hlutunum saman.  Þegar það er mögulegt þá tökum við boltann niður, sendum hann á milli og sýnum hversu góðir við erum í því, það er hentar okkur betur en við getum einnig sýnt baráttu og unnið líkt og í dag."

,,Við verðum að vera eins sterkir og önnur lið og reyna að vinna alla leiki þrátt fyrir að vera ekki upp á okkar besta."

Aurelio var í byrjunarliðinu annan leikinn í röð eftir að hafa jafnað sig af sliti á hásin.  Hann vissi að það var pressa á leikmönnum að ná sigri í þessum leik til þess að ná að halda í við Arsenal.

,,Það er mjög mikilvægt að halda sæti okkar nálægt toppi deildarinnar.  Við höfum ekki náð því undanfarin tímabil vegna þess að við höfum byrjað illa."

Þess má geta að Liverpool er nú með 15 stig eftir 7 leiki í ensku Úrvalsdeildinni en síðustu tvö tímabil hefur liðið aðeins verið með 10 stig eftir 7 leiki.  Byrjunin á þessu tímabili er því góð og vonandi heldur áfram sem horfir.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan