Þaggað niður í gagnrýnendum
Jermaine Pennant hefur byrjaði tímabilið jafn vel og hann endaði það síðasta. Hann telur að hann sé nú á góðri leið mað að þagga niður í þeim efasemdarmönnum sem töldu að hann gæti ekki unnið sér fast sæti í liðinu.
"Ég hef byrjað þetta tímabil alveg eins og ég vildi. Ég varð að halda áfram að leika jafn vel og ég gerði í lok síðasta tímabilsins og gera það í hverjum leik. Þegar liðið leikur vel er auðveldara fyrir mig að sýna hvað ég get gert.
Síðasta tímabil var mitt fyrsta hjá félaginu svo að ég bjóst ekki við að vera fyrsti valkostur strax, sérstaklega þar sem Stevie var mikið notaður hægra megin. Ég er viss um að stjórinn fylgdist með mér á tímabilinu til að sjá hvernig hugarfarið mitt var og hvort ég gæti ráðið við að spila fyrir Liverpool.
Þegar úrslitaleikurinn í meistaradeildinni fór fram, og ég var valinn í byrjunarliðið, fannst mér það sanna hvers vegna hann keypti mig og sýndi að hann tryði á það sem ég gæti fært liðinu. Nú þegar ég spila reglulega veit ég hvað ég þarf að gera til að halda því áfram, því að það er mikil samkeppni, til dæmis frá Yossi (Benayoun). Rafa vill að allir berjist fyrir því að spila alla leiki, og það ætla ég að gera."
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!