Gabriel Paletta lánaður til Boca Juniors
Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Paletta hefur verið lánaður til Boca Juniors út þetta tímabil.
Paletta er mjög ánægður að fá dýrmætt tækifæri hjá þessu goðsagnakennda félagi í heimalandi sínu og sagði við komuna til Argentínu: "Væntingarnar til mín eru miklar og ég mun gera mitt besta til að sýna mínar bestu hliðar fyrir framkvæmdastjórann. Það er mjög mikilvægt fyrir mig að leika fyrir þetta félag og það gildir einu þó sumir segi að þetta sé skref aftur á bak fyrir mig."
Argentínsk dagblöð segjast ennfremur hafa góðar heimildir fyrir því að Boca vilji halda Paletta en myndi einungis eiga helminginn í honum á móti Liverpool. Ef hann yrði svo seldur til annars félags frá Boca myndi Liverpool fá 50% af söluverðinu.
Boca mun greiða þessi 50% með því að lækka kaupupphæðina á Emiliano Insúa sem er í láni hjá Liverpool frá Boca. Verðmiðinn á Insúa er 1,7 milljónir sterlingspunda.
-
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju!