| Ólafur Haukur Tómasson

Michael Owen verður ekki keyptur

Mikið hefur verið rætt um framtíð Michael Owen í sumar. Það er sagt að ákvæði sé í samningi hans við Newcastle sem að gerir honum kleift að fara frá félaginu ef eitthvað lið í fjórum efstu sætum Ensku Úrvalsdeildarinnar bjóði níu milljónir punda í hann. Liverpool er eitt af þeim liðum sem að er sagt vera á eftir þessum magnaða framherja en nú hefur stjórnarformaður félagsins Rick Parry sagt að hann muni ekki snúa aftur til Liverpool í sumar. Hann segir það ólíklegt að hann muni nokkurn tíma gera það.

"Hann mun allavega ekki vera keyptur í þessum félagsskiptaglugga og ég efast stórlega um að hann muni heldur verða keyptur í þeim næsta." sagði Rick Parry í viðtali við BBC Radio Five Live.

Michael Owen yfirgaf Liverpool rétt eftir að Rafael Benítez tók við stjórn hjá félaginu en þá gekk hann til liðs við Real Madrid á Spáni. Honum tókst ekki að festa sig í sessi á Spáni og gekk til liðs við Newcastle þar sem að hann hefur verið mest megnis frá vegna meiðsla.

Hann er eini leikmaðurinn í sögu Liverpool sem að hefur verið kosinn Knattspyrnumaður Evrópu. Michael lék á sínum tíma 297 leiki fyrir hönd Liverpool og skoraði í þeim leikjum alls 158 mörk. 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan