Scott Carson sagður á leið til Villa
Nú er útlit fyrir að Scott Carson verði á láni hjá Aston Villa út þessa leiktíð. Þetta kemur nokkuð á óvart því Benítez virtist ákveðinn í að halda honum enda Jerzy Dudek farinn til Real Madrid og einungis hinn ungi David Martin til taks ef eitthvað kemur fyrir Reina.
Það er afar skiljanlegt að Carson vilji leika reglulega enda kominn í enska landsliðið eftir framgöngu sína með Charlton á síðasta tímabili og sættir sig varla við að leika einungis í deildarbikarnum með Liverpool þetta tímabilið. Líklegt má teljast að Liverpool fái til liðs við sig annan markvörð til að fylla skarð Carson áður en langt um líður.
Rafa tjáði sig um málið í dag: "Scott vill leika í hverri viku og kannski getur hann farið til Aston Villa. Ég útskýrði fyrir honum að við yrðum að fá okkur annan sterkan markvörð áður en hann fengi að fara. Við viljum lána Scott, ekki selja hann. Við erum í samningaviðræðum við markvörð og kannski getum við náð samkomulagi í dag.
Rafa verður að skrá Itandje sem leikmann Liverpool fyrir tíuleytið í kvöld til að hann geti verið í leikmannahópi Liverpool í forkeppni Meistaradeildar: "Ef við getum skráð nýjan markvörð í tæka tíð þá getur Scott farið strax. Annars verður hann að bíða í tvær vikur."
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum