Sadio Mané

Fæðingardagur:
10. apríl 1992
Fæðingarstaður:
Sedhiou
Fyrri félög:
Metz, Red Bull Salzburg, Southampton
Kaupverð:
£ 30000000
Byrjaði / keyptur:
28. júní 2016

Sadio Mané var keyptur til félagsins frá Southampton sumarið 2016.

Hann hóf ferilinn í Frakklandi með Metz aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann yfirgaf heimaland sitt, Senegal, til að uppfylla draum sinn um að verða knattspyrnumaður.  Fyrsta tímabil hans í Frakklandi féllu Metz úr 2. deild og eftir tímabilið hafði hann vakið áhuga annara liða á sér sem endaði með því að hann var keyptur til austurríska liðsins Red Bull Salzburg.  Hann byrjaði fyrsta tímabil sitt með látum þar sem hann skoraði 19 mörk í 29 leikjum í öllum keppnum en hann var ekki hættur.  Tímabilið þar á eftir, 2013-14, skoraði hann 23 mörk í 50 leikjum þar sem Salzburg unnu meistaratilinn 18 stigum fyrir ofan næsta lið sem og bikarkeppnina.

Þegar þarna var komið við sögu var ljóst að ferill hans í Austurríki var að klárast þar sem hann var farinn að vekja mikinn áhuga annara liða.  Það fór svo að hann var keyptur til Southampton þar sem hann hélt uppteknum hætti og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið úr vítaspyrnu í sínum fyrsta leik, gegn Arsenal í Deildarbikarnum.  Aðeins nokkrum dögum síðar lagði hann svo upp mark fyrir Ryan Bertrand í 2-1 sigri á QPR í Úrvalsdeildinni.  Hann var fljótur að aðlagast í Englandi og skoraði hann í þremur leikjum í röð í kringum áramótin gegn Crystal Palace, Chelsa og Arsenal.  Í síðasta leik þess tímabils gerði hann sér svo lítið fyrir og skoraði fljótustu þrennu í sögu deildarinnar gegn Aston Villa.  Það tók hann aðeins 2 mínútur og 56 sekúndur að skora þrjú mörk og bætti hann þar með met goðsagnarinnar Robbie Fowler.

Mané endaði tímabilið með 10 mörk í 30 deildarleikjum þrátt fyrir að spila yfirleitt sem vængmaður.  Á síðasta tímabili skoraði hann svo 15 mörk fyrir suðurstrandarliðið og lagði upp 9 mörk í 43 leikjum í öllum keppnum.  Meðal annars skoraði hann 4 mörk gegn Liverpool á tímabilinu, þrjú í deild og eitt í Deildarbikarnum.

Hann spilar reglulega fyrir landslið Senegal og hefur til þessa skorað 10 mörk í 36 landsleikjum en hann spilaði fyrst fyrir Senegal árið 2012.

Þrátt fyrir hátt kaupverð og töluverða pressu er búist við því að Mané haldi uppteknum hætti hjá Liverpool og vonandi verður hann áfram hættulegur uppvið mark andstæðinganna.

Tölfræðin fyrir Sadio Mané

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2016/2017 27 - 13 0 - 0 2 - 0 0 - 0 0 - 0 29 - 13
2017/2018 29 - 10 2 - 0 0 - 0 13 - 10 0 - 0 44 - 20
2018/2019 36 - 22 0 - 0 1 - 0 13 - 4 0 - 0 50 - 26
2019/2020 35 - 18 1 - 0 0 - 0 8 - 2 3 - 2 47 - 22
2020/2021 35 - 11 2 - 2 0 - 0 10 - 3 1 - 0 48 - 16
2021/2022 34 - 16 3 - 2 1 - 0 13 - 5 0 - 0 51 - 23
Samtals 196 - 90 8 - 4 4 - 0 57 - 24 4 - 2 269 - 120

Fréttir, greinar og annað um Sadio Mané

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil