| Sf. Gutt
Þann tíunda apríl síðastliðinn átti leikmaður Liverpool stórafmæli. Hann gerði það gott á afmælisdaginn og skoraði mikilvægt mark.
Um er að ræða Sadio Mané en hann fæddist tíunda apríl 1992 í Bambali í Senegal. Hann ólst upp við fátækt en hafði geysilegan áhuga á knattspyrnu. Reyndar stundaði hann íþróttina meira en foreldrar hans vildu því þeir töldu að hann myndi aldrei ná langt sem knattspyrnumaður. Sadio hélt sínu striki og fór til Evrópu með tvær hendur tómar til að freista gæfunnar. Hann hóf atvinnuferilinn hjá franska liðinu Metz 2011 og lék þar eina leiktíð áður en hann gekk til liðs við Red Bull Salzburg ári seinna. Árið 2014 var hann svo seldur til Southampton. Liverpool keypti Sadio sumarið 2016. Hann hefur reynst Liverpool mikill happafengur.
Sadio er þjóðhetja í heimalandi sínu. Vinsældir hans eru núna í hámarki eftir að hann leiddi þjóð sína til sigurs á Afríkumótinu fyrr á árinu. Hann átti líka drjúgan þátt í að koma Senegal í gegnum umspil um sæti á HM í síðasta mánuði.
Sadio Mané hafði í nægu að snúast á afmælisdaginn en þá lék Liverpool á móti Manchester City í toppslag á Etihad leikvanginum. Sadio tryggði Liverpool jafntefli 2:2. Það er ekki nokkur vafi á því að Sadio er lykilmaður í liði Liverpool.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Sadio Mané til hamingju með stórafmælið!
TIL BAKA
Til hamingju!
Þann tíunda apríl síðastliðinn átti leikmaður Liverpool stórafmæli. Hann gerði það gott á afmælisdaginn og skoraði mikilvægt mark.
Um er að ræða Sadio Mané en hann fæddist tíunda apríl 1992 í Bambali í Senegal. Hann ólst upp við fátækt en hafði geysilegan áhuga á knattspyrnu. Reyndar stundaði hann íþróttina meira en foreldrar hans vildu því þeir töldu að hann myndi aldrei ná langt sem knattspyrnumaður. Sadio hélt sínu striki og fór til Evrópu með tvær hendur tómar til að freista gæfunnar. Hann hóf atvinnuferilinn hjá franska liðinu Metz 2011 og lék þar eina leiktíð áður en hann gekk til liðs við Red Bull Salzburg ári seinna. Árið 2014 var hann svo seldur til Southampton. Liverpool keypti Sadio sumarið 2016. Hann hefur reynst Liverpool mikill happafengur.
Sadio er þjóðhetja í heimalandi sínu. Vinsældir hans eru núna í hámarki eftir að hann leiddi þjóð sína til sigurs á Afríkumótinu fyrr á árinu. Hann átti líka drjúgan þátt í að koma Senegal í gegnum umspil um sæti á HM í síðasta mánuði.
Sadio Mané hafði í nægu að snúast á afmælisdaginn en þá lék Liverpool á móti Manchester City í toppslag á Etihad leikvanginum. Sadio tryggði Liverpool jafntefli 2:2. Það er ekki nokkur vafi á því að Sadio er lykilmaður í liði Liverpool.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Sadio Mané til hamingju með stórafmælið!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan